Í Sparkvarpi vikunnar tóku þeir Árni og Þorgeir fyrir leikmenn sem hafa stungið tánum í pólitík. Einhverjir vilja meina að pólítík og fótbolti eiga að vera aðskilinn hlutur. Þá eru fótboltamenn oft gagnrýndir fyrir að tjá sig um fátt annað en því sem við kemur að fótbolta. Þó eru nokkrir sem gera allt sitt besta til þess að hafa áhrif utan vallar.
Eitt þekktasta dæmið er George Weah, fyrrum framherji Líberíu sem var kosinn besti leikmaður heims árið 1995. Stuttu eftir að ferlinum lauk hjá Weah fór hann í framboð til forseta í heimalandinu Líberíu. Strákarnir ræddu um þá leikmenn sem hafa skipt sér að hinum ýmsu málefnum utan vallar og hvernig pólitíkin blandast inn í fótboltann.
Auk þess var talað um hvort að Ísland þurfi að taka aftur upp undir 21 árs landslið kvenna. Engar keppnir eru á vegum UEFA fyrir yngri landslið eldri en 19 ára. Talið er að þetta hamli þróun leikmanna í kvennaboltanum og hafa stærri þjóðir verið að setja á laggirnar yngri landslið sem keppa æfingaleiki sín á milli.
Sparkvarpið er á Twitter - @sparkvarpid