Í Sparkvarpi vikunnar er fjallað um úlfana frá Wolverhampton. Saga Wolverhampton Wanderers (Wolves) er ansi löng og mögnuð en þeir eru eitt af elstu liðum Bretlandseyja og voru á meðal stofnenda fótboltadeildarinnar á Englandi árið 1988. Liðið hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla en einnig verið á miklu flakki upp og niður deildarstigann á Englandi.
Nú er vetur og skammdegið í hámarki en þeir sitja þeir gólandi á toppi Championsship deildarinnar þegar tímabilið er næstum hálfnað. Miklar breytingar áttu sér stað þar síðasta sumar þegar Fosun, fjárfestingarfyrirtæki frá Kína, keypti félagið. Fyrirtækið nýtti sér viðskiptatengsl sín við ofurumboðsmanninn Jorge Mendes og byrjaði að sanka að sér leikmönnum á hans snærum.
Þeir Árni og Þorgeir ræða um gengi og spilamennsku úlfanna á tímabilinu, sögu liðsins, borgina Wolverhampton og spjalla auk þess í lokin um ofurumboðsmennina Mino Raiola og Jorge Mende.