Það var líf og fjör í sparkvarpinu þessa vikuna enda fengu þeir Þorgeir og Þórhallur góðan gest í spjall. Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson kom til þeirra félaga en umræðuefni vikunnar er Lundúnarliðið Tottenham Hotspur sem hefur verið að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár. Hjálmar er mjög vinsæll á Snapchat þar sem hann hefur m.a verið duglegur að fara til London á leiki með sínu uppáhaldsliði.
Hjálmar byrjaði ungur að halda með Tottenham og fór á sinn fyrsta leik með þeim á 9.áratugnum. Hann ræddi við strákanna m.a um költ hetjur klúbbsins þá Ossie Ardiles og Ricky Villa, upplifun sína á völlunum sem hann hefur farið á, þokutíð Tottenham, fjölskyldumanninn Pochettino.
Einnig ræddu þeir framtíð Tottenham sem munu færa sig á nýjan völl eftir tímabilið. Liðið hefur verið stöðugt síðustu ár og hafa gert frábæra hluti í meistaradeildinni þar sem þeir munu mæta Juventus í 16 liða úrslitum núna í febrúar.