Í Sparkvarpi vikunnar hitti Þorgeir hana Arielle Castillo, ritstjóra MLSsoccer.com sem er helst fréttasíða MLS deildarinnar í Bandaríkjunum. Viðtalið var tekið upp fyrir utan Banter bar í Brooklyn, New York. Helsta umræðuefni þáttarins var staða MLS deildarinnar og bandaríska landsliðið. Eins og margir vita komst Bandaríkin ekki á HM næsta sumar og mun því ekki leika keppnisleik á árinu 2018. Það verður einnig að teljast aukið áhyggjuefni að knattspyrnusambandið muni ekki velja sér nýjan landsliðsþjálfara fyrr en í lok sumars.
MLS deildin fer bráðum að hefja sitt 23.keppnistímabil. Talið er að þrjú lið munu fá inngöngu inn í deildina á næstu þremur árum. Deildin hefur vaxið og dafnað á þessum rúmu 20 árum og eins og Arielle talar um þá hefur hún færst frá því að vera peningapottur fyrir leikmenn á seinni hlið ferilsins yfir í að laða að sér unga og góða leikmenn frá Suður-Ameríku. Arielle ræddi einnig við Þorgeir um liðin í New York borg og hvernig rígur þeirra hefur þróast frá því að NYCFC var stofnað, árið 2015. Því miður gat viðmælandi þáttarins ekki svarað öllum spurningum Sparkvarpsins sökum deilna milli USL og NASL deildarinnar en við bendum áhugasömum að þeir geta kynnt sér málið á netinu.