Sparkvarpið – Millibilsástand í Ameríku

Í Sparkvarpi vik­unnar hitti Þor­geir hana Arielle Castillo, rit­stjóra MLS­soccer.com sem er helst frétta­síða MLS deild­ar­innar í Banda­ríkj­un­um. Við­talið var tekið upp fyrir utan Banter bar í Brook­lyn, New York. Helsta umræðu­efni þátt­ar­ins var staða MLS deild­ar­innar og banda­ríska lands­lið­ið. Eins og margir vita komst Banda­ríkin ekki á HM næsta sumar og mun því ekki leika keppn­is­leik á árinu 2018. Það verður einnig að telj­ast aukið áhyggju­efni að knatt­spyrnu­sam­bandið muni ekki velja sér nýjan lands­liðs­þjálf­ara fyrr en í lok sum­ars.MLS deildin fer bráðum að hefja sitt 23.keppn­is­tíma­bil. Talið er að þrjú lið munu fá inn­göngu inn í deild­ina á næstu þremur árum. Deildin hefur vaxið og dafnað á þessum rúmu 20 árum og eins og Arielle talar um þá hefur hún færst frá því að vera pen­inga­pottur fyr­ir leik­menn á seinni hlið fer­ils­ins yfir í að laða að sér unga og góða leik­menn frá Suð­ur­-Am­er­íku. Arielle ræddi einnig við Þor­geir um liðin í New York borg og hvernig rígur þeirra hefur þró­ast frá því að NYCFC var stofn­að, árið 2015. Því miður gat við­mæl­andi þátt­ar­ins ekki svarað öllum spurn­ingum Sparkvarps­ins sökum deilna milli USL og NASL deild­ar­innar en við bendum áhuga­sömum að þeir geta kynnt sér málið á net­inu.

Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021