Á 10. áratug síðustu aldar voru Rúmenar með eitt besta lið heims og náði frábærum árangri á stórmótum. Í dag er landsliðið einungis búið að komast tvisvar sinnum á stórmót síðan árið 2000. Þeir Árni, Þorgeir og Þórhallur fóru yfir stöðu mála í Rúmeníu og m.a. þá gríðarlegu spillingu sem hefur verið viðloðandi við fótboltann hjá þeim. Mörg sögufræg lið hafa orðið gjaldþrota á síðustu árum eða lent í annarskonar fjárhagsvandræðum sökum spillingar en eigendur liða í Rúmeníu hafa ekki verið heiðarlegir þegar kemur að slíkum peningamálum.
George Becali er eigandi Steaua Bucuresti, stærsta liðs Rúmeníu, er einnig umdeildur pólitíkus og viðskiptamaður. Sparkvarpið fjallar um hann ásamt Gheorge Hagi sem er eigandi og þjálfari núverandi meistara, Viitorul Constanta. Farið verður stutt yfir feril hans ásamt strákanna hans í Viitorul sem komu öllum á óvart og unnu deildina. Liðið er mestmegnis skipað ungum heimamönnum en Hagi var löngu búinn að spá um fall fótboltans í Rúmeníu en þess vegna stofnaði hann liðið.
Strákarnir fara líka yfir ýmis önnur mál tengt Rúmenskum fótbolta eins og toppliðið CFR Cluj, aflituð hár, category 4 völl þeirra og að sjálfsögðu sigur Steaua í evrópukeppninni 1986.