Umræðuefni þessa vikuna hjá Sparkvarpinu voru Suður-Ameríku löndin Úrugvæ og Síle. Strákarnir fóru djúpt ofan í kistuna að þessu sinni og rifjuðu upp þegar löndin héldu Heimsmeistaramótið, Síle árið 1962 og Úrúgvæ árið 1930.
Árið 1962 náðu heimamennirnir í Síle sínum besta árangri á stórmóti með því að lenda í þriðja sæti. Margir settu spurningarmerki við að Síle hafi fengið að halda mótið, sérstaklega sökum þess að heljarinnar jarðskjálfti (Valdivia) hafði skollið á landið tveimur árum fyrir mót. Ítalir voru harðorðir í garð heimamanna og þegar í leik þeirra gegn Sílemönnum var komið sauð allt upp úr. Leikurinn er einn sá frægasti í sögu mótsins, aðallega fyrir það eina hversu grófur hann var. Við mælum með að fólk kíkja á vídeo úr leiknum.
Auk þess var farið yfir sigra Úrúgvæ á Heimsmeistaramótinu. Úrúgvæ sigraði Brasilíu 2–1 eftir að hafa lent undir í úrslitaleik HM 1950 fyrir framan 200 þúsund manns. Þá töluðu þeir einnig um sigur Úrugvæa á heimavelli árið 1930. Þar lék leikmaður að nafni Jose Andrade lykilhlutverk fyrir land sitt en hann er einn af fyrstu stórstjörnum fótboltans.