Í þessum þætti af Sparkvarpinu töluðu þeir Árni, Þórhallur og Þorgeir um einokun stórra liða í Evrópu. Um síðustu helgi vann Bayern Munchen sinn sjötta meistaratitil í röð og svipaða sögu er að segja frá Ítalíu þar sem að Juventus er í kjörstöðu að landa bikarnum í sjöunda sinn. Í Frakklandi er PSG að labba í gegnum frönsku deildina frekar auðveldlega en þrátt fyrir að hafa misst af titlinum í fyrra til Monaco hafa þeir átt nokkuð góða áskrift af Ligue 1 titlinum síðustu ár. Einokunin hefur einnig átt sér stað í minni deildum Evrópu þar sem að Olympiakos, Basel og Rosenborg hafa haft gríðarlega yfirburði í sínum deildum síðustu tvo áratugi. Stuðningsmenn og stjórnendur þessara deilda hafa mismiklar áhyggjur yfir þessum yfirburðum stóru liðanna en Bundesligan hefur verið opnað umræðuna um breytingu á deildarfyrirkomulagi, eitthvað sem að þeir hafa verið ansi tregir við síðustu ár. Spurningin er hvort að það skuli taka mark á slíkri umræðu eður ei.
Strákarnir ræddu hvað áhrif einokun getur haft á almennt viðhorf fólks til þessara deilda og einnig hvort að hún geti mögulega verið góð á einhvern hátt. Einnig spekúleruðu þeir hvaða lið væri líklegast til að ná að viðhalda þessu bili og halda áfram að einoka sína heimadeild. Þá horfðu þeir til vesturs og töluðu um hvort að fyrirkomulag deildanna vestanhafs myndi gera deildunum í Evrópu einhvern greiða.
Facebook síðu Sparkvarpsins er hægt að nálgast hér og twitter síðu þeirra hér.