Það vantaði engan í Sparkvarpinu þessa vikuna enda umfjöllunarefni þáttarins Sunderland. Mikið hefur gengið á hjá klúbbnum sem fyrir stuttu féll niður í þriðju efstu deild Englands. Strákarnir fara yfir hörmulegt gengi liðsins síðustu ár en liðið hefur verið í allskonar veseni síðustu misseri. Mikil þjálfaravelta hefur verið hjá Sunderland sem hefur einnig sankað að sér ýmsum miðlungsleikmönnum sem ekki hafa glatt dygga stuðningsmenn liðsins. Nýir tímar blasa hins vegar við hjá svörtu köttunum en þrátt fyrir martraðartímabil eru þeir skuldlausir og nýr eigandi á leiðinni.
Í þættinum var einnig farið yfir gang mála í neðri deildum Englands og stöðuna víðs vegar um Evrópu. Eitt er þó víst og það er það að Sunderland mun spila við Accrington Stanley á útivelli næsta vetur.
Njótið.