Í þætti vikunnar kíktu þau Jóna Kristín Hauksdóttir, Bjarki Aðalsteinsson og Brynjar Benediktsson í heimsókn í Sparkvarpið og spjölluðu um starfsemi Soccer and Education USA. Öll hafa þau spilað í Háskólaboltanum í Bandaríkjunum, Jóna Kristín og Brynjar í Clemson University og Bjarki í James Madison University. Eftir veru þeirra í Clemson ákváðu þau Jóna og Brynjar að stofna Soccer and Education í þeim tilgangi að aðstoða unga leikmenn hérlendis við að fóta sig úti í Háskólaboltanum.
Starfið hefur vaxið hratt á stuttum tíma og er í dag í sambandi við fjöldann allan af Háskólum í Bandaríkjunum. Auk þess að ræða starfsemi þeirra ræddu þau um sína upplifun af Háskólaboltanum og fótboltaumhverfið í Bandaríkjunum.
Hægt er að fræðast frekar um Soccer and Education USA á vef þeirra www.soccerandeducationusa.com.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.