Í þætti vikunnar ræddu þeir Þórhallur og Þorgeir um þá miklu knattspyrnuþjóð - Króatíu. Í sumar náðu Króatar sínum besta árangri í stuttri sögu landsliðsins þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleik HM. Áður hafði besti árangur landsliðsins verið 3.sæti á HM í Frakklandi 1998. Þess á milli náði Króatía ekki að vinna útsláttarleik á HM en þrátt fyrir það hafa þeir ávallt skartað gífurlega hæfileikaríkum leikmönnum og liðum þó hvergi meir en akkurat núna. Strákarnir ræddu um framtíð og fortíð Króatíu auk þess að ræða hvað gerir þessa fámennu þjóð að einni vinsælustu og bestu knattspyrnuþjóð í heimi.
Þátturinn er 73. þáttur Sparkvarpsins en hingað til hafa þeir allir þættirnir verið með svipuðu sniði. Strákarnir munu mæta aftur um miðbik september með nýtt og ferskt Sparkvarp sem mun innihalda ýmsar spenanndi nýjungar.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.