Í þessum þætti var fjallað um umdeilt eignarhald orkudrykkjaframleiðadans Red Bull á liðinu Rasenboldsport Leipzig í Þýskalandi. Red Bull eignaðist smábæjarfélagið Markranstadt árið 2009 og kom því upp úr fimmtu deild yfir í efstu deild á sjö árum. Þó reglur í Þýskalandi banna meirihluta eignarhald fyrirtækja á knattspyrnufélögum hafa Red Bull fundið leið fram hjá reglunni.
Í þættinum veltir Sparkvarpið sér fyrir því hvort eignarhald Red Bull sé í raun að skaða þýskan fótbolta, líkt og margir vilja meina.
Eftir talsverða leit og nokkrar tilraunir til kaupa á eignarhaldi tók Red Bull yfir liðið SSV Markranstadt árið 2009. Liðið var þá statt í fimmtu deild þýska deildarstigans nokkuð ólíklegt til árangurs. Í fyrstu var eftirvænting innan Leipzig fyrir stofnun nýs liðs. Markmiðið var að koma liðinu fyrst upp í fjórðu deild og flytja síðan á glæsilegan völl í Leipzig.
Brátt fór umræðan af stað um hlutverk og hluta Red Bull hjá nýja liðinu RB Leipzig sem bar heitið Rasenboldsport Leipzig. Samkvæmt skýrum reglum í Þýskalandi er ytri aðila óheimilt að eiga meirihluta í félagi. Eignarhald Red Bull vakti mikla reiði hjá stuðningsmönnum annar staðar, margir hverjir sniðgengu leiki og stóðu fyrir skemmdum á leikvangi þeirra. Þrátt fyrir ásakanir um að liðið væri að kaupa sér árangur lét það lítið á sig hafa og reis úr gröfum fimmtu deildarinnar á skjótum tíma.
Ris RB Leipzig stoppaði ekki þar. Liðinu gekk þó á mis með köflum en náði á endanum að klífa upp í deild þeirra bestu á ótrulegum 7 árum. Það er erfitt að fullyrða að þar hafi mótmælin náð hámörkum, mótmælin höfðu verið stanslaus nánast frá upphafi. Eitt frægasta atvikið var árið 2016 þegar stuðningsmenn Dynamo Dresden köstuðu haus af nauti, líkt og í logó Red Bull, inn á völlinn í miðjum bikarleik liðanna.
Þegar RB Leipzig var stofnað tók það við þeim eftirsótta titli “hataðasta lið landsins” af Hoffenheim sem áður höfðu verið ásakaðir um að ganga fram hjá 50+1 reglunni sem sett var á laggirnar árið 1998.
Ef við horfum á mál liðsins í dag þá hefur Leipzig vegnað gríðarlega vel. Liðið endaði í öðru sæti á sínu fyrsta tímabili í Bundesligunni sem verður að teljast sem magnaður árangur. Það er margt sem hefur smollið saman hjá Leipzig. Ráðning liðsins á Ralf Ragnick þegar liðið var að koma sér upp í Bundesliguna er líklega ein besta ráðning síðari ára.
RB Leipzig er ekki eina liðið undir snærum Red Bull. Red Bull vill þó meina að þessi lið séu öll aðskilin og spili lítinn þátt í hvort öðru. Liðin spila þó sama stíl af fótbolta og í sömu einkennislitum Red Bull. Samkvæmt reglum UFEA mega lið undir sama eignarhaldi ekki mætast í keppni innan Evrópu.
Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því hvers vegna Red Bull hafi ekki komið sér á stærri markað og keypt lið á Englandi eða Spáni. Reglulega koma fréttir sem halda því fram að Red Bull hafi áhuga á að stækka við sig og taka yfir lið á Englandi. Ekkert hefur orðið af því hingað til alla vega.
Þangað til Red Bull eignast annað stærra lið verður RB Leipzig þeirra helsti fókus. Liðið er ungt og óreynt á mörgum sviðum en samt álitið sem það lið sem getur hugsanlega veitt Bayern Munchen samkeppni í framtíðinni.