Í þessum þætti var fjallað um gullaldarskeið Olympique de Marseille frá árunum 1986-1993. Liðið vann frönsku deildina fimm ár í röð ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu árið 1993. Uppgang liðsins má rekja til forsetans Bernard Tapie sem átti síðan eftir að verða liðinu að falli. Tapie gerðist sekur um mútur á leið sinni að titlinum 1993 og var liðið dæmt niður um deild í kjölfarið.
Sparkvarpið ræddi við þá Declan Hill, rannsóknarblaðamann og sérfræðing í múturmálum innan fótbolta og Tom Scholes blaðamann hjá Getfootballnews. Auk þess að ræða um Marseille velti Sparkvarpið því fyrir sér hvernig mútur hafa þróast innan knattspyrnu.
Olympique de Marseille(OM) er eitt sigursælasta lið Frakklands. Liðið hefur unnið 9 deildartitla, komist í úrslit Evrópukeppni félagsliða og unnið Meistaradeildina en liðið er eina franska liðið sem hefur náð þeim árangri. Á árunum 1989-1993 vann liðið fimm Frakklands titla í röð. Liðið hafði verið í talsverðri krísu nokkru áður og var meðal annars í Ligue 2 (næstefsta deild í Frakklandi) árið 1983. Engu munaði að liðið hafði dregið sig úr frönsku deildinni í mótmælaskyni gegn útlendingareglum deildarinnar. Í stað þess að draga sig úr keppni rak liðið þáverandi forseta þess Marcel Leclerc en Leclerc náði að skila Marseille tveimur deildartitlum og tveimur bikartitlum á skömmum tíma. Árið 1986 urðu mikil stakkaskipti hjá félaginu. Þá réð Marseille til sín nýjan forseta, Bernard Tapie. Tapie kom inn með miklum látum hjá Marseille og vann hart í því að sanka að sér góðum leikmönnum til liðsins. Liðið náði að laða til sín leikmenn á borð við Eric Cantona, Abidi Pele, Didier Deschamps, Fabien Barthez, Jean-Pierre Papín svo nokkrir séu nefndir.
7 árum síðar, þegar Marseille hafði unnið fimm Frakklandstitla í röð var orðið fimmfaldur Frakklandsmeistari mættu þeir AC Milan, einu öflugasta fótboltaliði í heimi, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta var önnur tilraun Marseille til þess að sigra deildina en liðið hafði áður mætt Rauðu stjörnunni í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða árið 1991. Í þetta sinn fór Marseille fór með ótrulegan 1-0 sigur af hólmi, mark leiksins skoraði miðvörðurinn Basile Boli.
En allt tók þetta skjótan endi. Rétt fyrir leik liðsins gegn AC Milan í úrslitum mætti liðið slöku liði Valenciennes í leik sem myndi tryggja fimmta titil Marseille á fimm árum. Títtnefndur Tapie vildi að sínir menn myndu vera heilir og með fullan fókus á úrslitaleikinn gegn Milan og sá ástæðu til þess að múta leikmönnum Valenciennes til þess að “taka því rólega”. Tapie skipaði leikmanninum Jean Jacques Eydelie að vera milliliður í múturmálinu og hafa samband við fyrrum liðsfélaga sína þá Jorge Barrechunga og Jacques Glassmann hjá Valenciennes. Þegar upp komst um mútur Tapie var fimmti titillinn tekinn af liðinu, liðið sent niður um deild.og Tapie settur í fangelsi. Í kjölfarið missti OM alla sína bestu leikmenn.
AS Monakó var það lið sem veitti Marseille hvað mestu mótspyrnuna í upphafi 10.áratugar. Við stjórnvölin þar sat maður sem átti síðar eftir að láta til sín taka í knattspyrnuheiminum, maður að nafni Arsene Wenger. Wenger var einn af þeim sem talaði hvað mest um vafasamt stjórnarfar hjá andstæðing sínum í Marseille en jafnvel þótt að rúm 25 ár séu liðin frá stjórnartíð Tapie segist Wenger ennþá ekki geta sætt sig við spillinguna sem átti sér stað. En Wenger er vissulega djarfur maður, ári eftir atvikið þegar hann hafði snúið sér að þjálfun í Japan gerði hann óvænta ráðningu með því að ráða Boro Primovac sem aðstoðarmann sinn, en Primovac þessi var stjóri Valenciennes í umræddum múturmáls leik þeirra gegn Marseille. Primovac gat staðfest ásakanir Wengers og saman áttu þeir eftir að starfa til endaloka Arsene Wengers hjá Arsenal.
Einn af gestum þáttarins Declan Hill sagði í samtali við Sparkvarpið að spillingin í frönsku deildinni hafi ekki bara verið bundin við Marseille á þessum tiltekna tíma. Girodins Bordeaux og múturmál í belgísku deildinni hafa einnig komið á yfirborðið síðan upp komst um mútur Olympique Marseille. Í millitíðinni hafa komið upp nokkuð alvarleg múturmál, flest þekkjum við Calciopoli málið árið 2006 þegar Juventus, Fiorentina og fleiri lið voru dæmd niður um deild, þá var einnig Luciano Moggi stjórnarformaður Juventus dæmdur í bann fyrir að endurtektar tilraunir til þess að raða dómurum niður á leiki gömlu frúarinnar (Juventus). Þá var einnig frægt þegar Robert Hoyzer gerðist sekur um að hafa þegið mútur frá HSV í þýsku Bundesligunni. Sparkvarpið mælir eindregið með því að fólk kynni sér bækur Declan. Í bókinni the Fix fer Declan á bakvið tjöldin og skyggnist inn í dökkan heim veðmála í Asíu. Í seinni bók sinni How to fix a football match listir hann niður þau atriði sem “fixarar” eins og hann kallar þá þurfa að gera til þess að hafa áhrif á úrslit fótboltans.