Í þessum þætti af Sparvarpinu var rýnt í öftustu stöðu vallarins, markmannsstöðuna. Rætt var við Runólf Trausta Þórhallsson, markmanns- og sparkspekúlant, og Neil Andrews, frá vefsíðunni Goalkeepersaredifferent.com. Farið var yfir hvernig staðan hefur breyst frá fyrstu árum markmannshanskanna til dagsins í dag og hvaða leikmenn og hvaða þættir hafa komið að þróa hlutverk markmannsins. Að auki var talað um skrautlega karaktera sem hafa litað markmannsstöðuna í gegnum tíðina.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/k…n og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.