Þau Katrín Oddsdóttir, kennari við HR, lögmaður og fyrrum stjórnlagaþingmaður og Kristjón Kormákur Guðjónsson, mættu í Stóru málin og ræddu ótrúlegar vendingar í stjórnmálum á Íslandi þessa vikuna.
Þá gerði Bjartmar einnig heiðarlega tilraun til þess að lesa meðmælandabréf Beneditks Sveinssonar til Hjalta Sigurjóns Haukssonar upphátt og með ljóðrænum tóni, með skelfilegum afleiðingum.
Stóru málin eru vikulega á dagskrá Hlaðvarps Kjarnans en umsjónarmenn eru þeir Valur Grettisson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson.