Stóru málin ákváðu að kannanir væru rugl og það væri allt eins hægt að tala við spákonu um málið. Valur Grettisson dró því völvuna af barnum í hlaðvarpið en hún var, að sögn Vals, sú eina sem hafði allar tölur réttar eftir síðustu alþingiskosningar.
Völvan sá áhugaverðar vendingar þegar kom að kosningunum. Meðal annars örlög Flokks Fólksins sem gæti hugsanlega ekki náð 5% markinu.
Einnig var rætt við þingmann Vinstri grænna, Kolbein Óttarsson Proppé og var hann spurður hvað flokkurinn ætlaði að banna fyrst ef hann kæmist til valda. Þá var klámveggur Ögmundar Jónassonar rifjaður upp, sem olli töluverðum ruglingi.