Þáttastjórnendur Stóru málanna ákváðu að standa við stóru orðin og fá hægri sinnaðan mann í heimsókn til þess að vega upp á móti blygðunarlausum vinstri áróðrinum sem hefur fengið að vaða uppi gagnrýnislaust í þættinum frá upphafi.
Þeir félagar ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir fengu hörkutólið, Crossfit-lögfræðinginn og fyrrverandi fréttaritara Bloomberg, Ómar R. Valdimarsson, til þess að ræða við sig um alvöru mál og þar dugðu ekkert minna en hringspörk og hægri krókar. Eftir blóðuga orrustu um myrka kima vinstrimennskunnar áttuðu allir aðilar sig á því að líklega hefðu þeir hvort eð er tapað fyrir „nýíhaldinu“ hvort eð er.
Eftir lærdómsríkt spjall spreyttu þeir Valur og Bjartmar sig svo á leiklestri þar sem þeir ákváðu að leiklesa pistil Sirrýar Hallgrímsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns menntamálaráðherra í þar síðustu ríkisstjórn. Þeir voru engu nærri um efni pistilsins, og eiga sér tæpast frama í leikhúsi heldur.