#Meetoo byltingin hefur sannarlega hrist upp í heiminum undanfarið. Stóru málin veltu því fyrir sér samhengi netbyltinga síðustu ára og fengu því til sín doktorsnemann í félagsfræði, Ástu Jóhannsdóttur, til þess að útskýra fyrir þróun mála síðustu ára. Og ekki var vanþörf á, enda stjórnendur þáttarins annálaðir einfeldningar sem hafa gott af því að hlusta meira en þeir tala.
Þá var sykurskatturinn alræmdi tekinn fyrir í seinni hluta þáttarins. Eins og vanalega afhjúpaði Bjartmar sig sem stækan skattofstækismann sem myndi skattleggja ömmu sína ef hann gæti það.