Valur Grettisson og Bjartmar Alexandersson efna til jólahugvekju í nýjasta þætti Stóru málanna. Þannig örvæntu þeir yfir þeirri miklu neyslu sem stendur yfir núna og einkenna oft undirbúning heimilanna fyrir jólin. Guði sé lof að þá séu til kirkjunnar menn sem hugsa auðvitað ekki um veraldlegan auð og standa vörð um sannkristin gildi eins og að það sé sælla að gefa en að þiggja eins og nýleg og óvænt launahækkun sýndi svo glögglega.
Þá fóru þeir félagar yfir hatursorðræðuna og nýfallin dóm þar sem tveir menn voru dæmdir fyrir viðurstyggileg ummæli um samkyneigða. Af því tilefni ákváðu þeir félagar að demba sér í ummælakerfi dv.is með nánast skaðlegum afleiðingum.