Stóru málin fengu óopinberan talsmann almannasamgangna í Reykjavík, Björn Teitsson, til þess að ræða Borgarlínuna svokölluðu sem nokkuð var um deilt í vikunni eftir að bloggpistill Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, komst í fréttirnar.
Björn leiddi þá félaga í allan sannleik um málið af sinni annáluðu rósemd og rökfestu. Það dugði þó ekki til, en Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, annar þáttastjórnanda, skildi ekki af hverju öll þjónusta þyrfti að vera í miðborginni og hvort það væri ekki ráð að færa háskólasamfélagið upp á Kjalarnes til þess að færa vandamálið frá einu svæði til þess næsta. Jú, eða Seltjarnarnes, sem er frægt fyrir afætupólitík sína gagnvart útsvarsgreiðendum Reykjavíkurborgar. Þetta og fleira til í Stóru málunum.