Stóru málin ræddu við borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og Flugvallavina, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, en hún hyggst hætta í stjórnmálum þegar kjörtímabilinu lýkur í vor.
Það er óhætt að segja að Guðfinna hafi komið eins og hvirfilvindur inn í stjórnmálin, en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, voru gagnrýndar harðlega í síðustu sveitarstjórnarkosningum vegna lóðamála tengdri mosku sem fjölmargir settu sig upp á móti. Guðfinna segir í viðtalinu að hún hafi aldrei verið á móti mosku, ólíkt stallsystur sinni, en fjölmiðlar og almenningur hafi ekki haft mikinn áhuga á að heyra hennar málflutning hvað það varðar. Sveinbjörg sagði sig úr Framsóknarflokknum á síðasta ári, meðal annars vegna þess að henni þótti flokkurinn ekki taka nægilega vel á málefnum innflytjenda. Guðfinna situr því ein eftir í borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallavina.