Stóru málin fengu Loga Má Einarsson í heimsókn til sín. Þar kom meðal annars í ljós að hann var andvígur litasjónvarpinu á menntaskólaaldri ásamt Steingrími J. Sigfússyni en hann er auðvitað ekki sama sinnis í dag. Logi fékk Samfylkinguna óvænt í hendurnar eftir að Oddný G. Harðardóttir sagði af sér formennsku í flokknum eftir þar síðustu alþingiskosningar þar sem flokkurinn galt afhroð og litlu mátti mun að hann félli af þingi.
Logi hefur hinsvegar reynst skörulegri leiðtogi en búist var við í fyrstu. Sjálfur talar hann fyrir frjálslyndi og segir að það þurfi að tala fyrir fínni blæbrigðum samfélagsins. Hann segir Blair-ismann hafa gengið frjálshyggjunni of mikið á hönd og hann sé fús til þess að viðurkenna það. Þá sagði hann að ef Samfylkingin hefði komið sterkar út úr síðustu kosningum, og kannski með meira sjálfstraust, þá hefði hugsanlega verið hægt að brúa bilið á milli Viðreisnar og Vinstri grænna og mynda frjálslynda vinstri stjórn. Það varð þó ekki af því eins og flestir þekkja.