Ingvar Mar Jónsson er flugmaður og fyrrverandi þáttarstjórnandi spurningakeppninnar SPK sem naut talsverðra vinsælda á tíunda áratugnum. Nú er Ingvar oddviti Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Stóru málin fóru yfir helstu áherslur Ingvars og þar kom í ljós að flokkurinn hyggst greiða kennurum sérstaka uppbót og gefa öllum frítt í strætó í heilt ár. Sem er ansi Framsóknarlegt loforð.
Þegar farið var í velferðarmálin þá svaraði Ingvar því til að áherslan væri á kennurunum. Þá vill hann byggja fleiri þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara, án þess þó að græða á eldri borgurum.
Ingvar er svarinn andstæðingur þess að fjarlægja flugvöllinn úr Vatnsmýri en sjálfur hefur hann starfað sem flugmaður í 22 ár. Stóru málin gerðu engu að síður strangheiðarlega tilraun til þess að sannfæra hann um annað.