Heiða Kristín Helgadóttir kom í heimsókn til Stóru málanna. Hún stýrði frægu framboði Besta flokksins árið 2010 og má segja að hún ásamt félögum hennar í sama framboði hafi breytt borgarstjórnmálunum til frambúðar. Það var því við hæfi að fá hana í þáttinn til þess að lesa í stöðuna fyrir kosningarnar sem fram fara í dag.
Meðal þess sem fram kom var að framboð Sjálfstæðismanna er ruglingslegt á meðan Sósíalistar eru með óvanalega vel heppnaða framboðsherferð á samskiptamiðlum. Þá vill annar helmingur Stóru málanna meina að Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum verði óvæntur sigurvegari kosninganna á meðan Píratar gætu verið ofmældir.