Tæknivarpið stingur á Samsung Galaxy Note 7-kýlinu í þætti dagsins, í eitt skipti fyrir öll. Samsung hefur ákveðið að hætta framleiðslu símans vegna þess að rafhlaða símans ofhitnar í sumum tilvikum með þeim afleiðingum að hún springur í höndum notenda. Fyrirtækinu hefur ekki tekist að finna skýringar á því hvers vegna símarnir springa og hefur þess vegna þurft að grípa til óvenjulegra ráðstafana.
Gestur Tæknivarpsins þessa vikuna er Jón Ingi Ingimundarson, tæknistjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Andri Valur Ívarsson.
Ásamt því að ræða um springandi Samsung-síma ræða þeir nýjasta útspil Stöð 2 í baráttunni gegn Netflix hér á landi. Stöð 2 Maraþon Now er sett til höfuðs efnisveitunni og á að hafa ýmsa kosti framyfir risann Netflix.