Tæknivarpið fjallar um muninn á ljósleiðara og ljósneti – sem sumir reyndar leggja að jöfnu – í þætti vikunnar. Forsvarsmenn internetþjónustufyrirtækja hafa átt í opinberum ritdeilum á vefnum undanfarið þar sem deilt hefur verið um þessi mál og skilyrðingar á þjónustu, meint okur og einokun hefur verið til umræðu.
Rætt er um þessi mál við Elmar Torfason, kerfishönnuð hjá Mílu. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Jón Heiðar Þorsteinsson. Auk þess að ræða almennan mun á ljósleiðar og ljósneti – ef hann er þá nokkur – reyna þeir að svara spurningum á borð við það hvort það sé réttlætanlegt að Síminn leyfi ekki Vodafone að sýna sjónvarp Símans í hliðraðri dagskrá, hvort sterk staða Gagnaveitu Reykjavíkur á ljósleiðaramarkaðinum sé orðin svo mikil að fyrirtækið sé komið með einokunarstöðu.