Íslenskir neytendur þurfa nú að borga 24 prósent virðisaukaskatt með öllum þeim vörum sem tölvuleikjaverslunin Steam býður upp á. Svæðisbundinn skattur er nú lagður á vörur sem keyptar eru í gegnum Steam. Þar er Ísland auk níu annarra landa. Athygli vekur að skattheimtan á vörurnar er hæst á Íslandi, en lægst í Taívan.
Tæknivarpið fjallar um skattlagningu á stafrænu efni í þætti dagsins. Gestur þáttarins er Haukur Bragason, sem gengur undir nafninu (og er kannski betur þekktur sem) @sentilmennid á Twitter. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson. Þeir velta fyrir sér hvort þetta sé eðlileg skattheimta. Hægt er að benda á, svo tölvuleikjaneytendur geti litið á björtu hliðarnar, að hingað til hafi tölvuleikir á Steam fengist skattfrjálsir.
Þeir komast að því að mjög einfalt er að skrá Steam-reikning í öðru landi til þess að komast hjá skattheimtunni. Tæknivarpið spjallaði einnig um nýju Snapchat-gleraugun. Eru þau falleg? Gagnleg? Líkleg til árangurs? Haukur er mikill smekksmaður og svarar þessum brennandi spurningum. Að lokum fórum við yfir orðróm um nýja iPad-a. Hvers vegna á ekki iPad í dag en er að íhuga að kaupa.