Farsímaráðstefnan árlega í Barcelona fer fram þessa vikuna. Tæknivarpið kannar hvaða græjur símaframleiðendur og snjalltækjarisarnir ætla að setja á markað í ár og ræða nýjasta flaggskip Samsung, Galaxy S8, en myndir af þeim síma hafa birst á vefnum.
Gestur þáttarins er Dr. Helga Ingimundardóttir. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson. Þau ræða snjalltækin og snjallþjónustuna Uber en þar eru helstu vandræðin ekki tæknilegs eðlis, heldur mannleg. Yfirmaður hjá Uber hefur gerst sekur um að áreita starfsmenn sína kynferðislega, en þrátt fyrir ásakanir og að ljóst þyki að brotin hafi átt sér stað aðhefst stjórn fyrirtækisins ekki.
Þetta og meira til í Tæknivarpinu í Hlaðvarpi Kjarnans.