Fjarskiptafyrirtækin á Íslandi eru nú að skipuleggja og undirbúa innleiðingu nýrrar farsímatæki á Íslandi. 5G væðingin er handan við hornið með tilheyrandi nýjungum í tækni og þjónustu. Tæknivarpið fjallar um farsímatækni framtíðarinnar við þau Svanlaugu Erlu Einarsdóttur, vörustjóra hjá Símanum, og Kjartan Briem, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Andri Valur Ívarsson. Þáttastjórnendur og gestir voru stödd á viðburði Skýrslutæknifélags Íslands á miðvikudag sem hafði yfirskriftina „Nýjungar og þróun fjarskipta vorið 2017“.
Í þættinum ræða þau saman um mismunandi sýn símfyrirtækjanna á þær tæknilausnir sem eðlilegt þykir að innleiða hér á landi og um þær hindranir og verkefni sem standa í veginum.