Algóritmi Facebook eykur sýnileika þeirra sem nota Facebook Live, sem hvetur til aukinnar notkunar á þessum eiginleika. Flestir hafa notað Live-tæknina við fræðslu, skemmtun eða sölumennsku, en nokkrir einstaklingar hafa einnig nýtt sér Facebook Live til að sýna frá verkum sem ekkert mannsbarn ætti að sjá.
Tæknivarpið ræðir manndráp sem hafa farið í víða dreifingu með Facebook Live. Hvað veldur því að samfélagsmiðillinn er oft lengi að bregðast við og hverjar eru bestu aðferðirnar til að tækla vandann?
Auk þess er sjónum beint að þjónustunni Unroll.me, sölubanni á vissum gerðum margmiðlunarspilara, nýrri myndavél frá Amazon og næsta iPhone.
Umsjónarmenn Tæknivarpsins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason, Andri Valur Ívarsson og Sverrir Björgvinsson.