Rekstrarfélag Snapchat gerir ekki ráð fyrir að samfélagsmiðillinn muni nokkurn tíma skila hagnaði. Fyrsta afkomuskýrsla fyrirtækisins eftir að það var skráð á markað gefur ekki eins góða mynd af fyrirtækinu og búist var við.
Tæknivarpið fjallar um Snapchat og hina gríðarlegu samkeppni sem fyrirtækið fær frá Facebook og Instagram. Þessi fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að smíða eins tækni og Snapchat býður upp á.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson. Þeir hafa einnig verið með Samsung Galaxy S8 til reynslu og spjalla um álit sitt á nýjasta snjallsímanum í þættinum.
Þá hefur raftækjaverð á Íslandi verið áður til umræðu í Tæknivarpinu. Í þættinum velta þáttastjórnendur fyrir sér hver áhrif komu Costco verða á raftækjamarkaðinn.