#tæknivarpið

Það gengur ekki nógu vel hjá Snapchat

Rekstr­ar­fé­lag Snapchat gerir ekki ráð fyrir að sam­fé­lags­mið­ill­inn muni nokkurn tíma skila hagn­aði. Fyrsta afkomu­skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins eftir að það var skráð á markað gefur ekki eins góða mynd af fyr­ir­tæk­inu og búist var við.

Tækni­varpið fjallar um Snapchat og hina gríð­ar­legu sam­keppni sem fyr­ir­tækið fær frá Face­book og Instagram. Þessi fyr­ir­tæki hafa í auknum mæli verið að smíða eins tækni og Snapchat býður upp á.

Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Atli Stefán Yngva­son og Sverrir Björg­vins­son. Þeir hafa einnig verið með Sam­sung Galaxy S8 til reynslu og spjalla um álit sitt á nýjasta snjall­sím­anum í þætt­in­um.

Þá hefur raf­tækja­verð á Íslandi verið áður til umræðu í Tækni­varp­inu. Í þætt­inum velta þátta­stjórn­endur fyrir sér hver áhrif komu Costco verða á raf­tækja­mark­að­inn.

Auglýsing
Hrafn Jónsson
500.000 króna fíllinn í herberginu
25. maí 2017 kl. 10:00
May krefst skýringa frá Trump á leka leyniþjónustunnar
Myndir og gögn sem tengjast sprengjuárásinni í Manchester láku frá leyniþjónustuaðilum Bandaríkjanna.
25. maí 2017 kl. 9:00
Sigmundur Davíð segir fyrrverandi formenn hafa farið gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við stöðu Framsóknarflokksins.
25. maí 2017 kl. 8:00
Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu
24. maí 2017 kl. 20:18
Bjarni Jónsson
Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina
24. maí 2017 kl. 17:00
Sigmundur Davíð boðar stofnun Framfarafélagsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hópur Framsóknarmanna og aðrir stofnuðu Framfarafélagið á fæðingardegi Jónasar frá Hriflu. Félagið á að vera vettvangur til að stuða að framförum á öllum sviðum samfélagsins.
24. maí 2017 kl. 16:56
Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun
Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.
24. maí 2017 kl. 15:00
Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum
Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.
24. maí 2017 kl. 13:00