#tæknivarpið

Það gengur ekki nógu vel hjá Snapchat

Rekstr­ar­fé­lag Snapchat gerir ekki ráð fyrir að sam­fé­lags­mið­ill­inn muni nokkurn tíma skila hagn­aði. Fyrsta afkomu­skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins eftir að það var skráð á markað gefur ekki eins góða mynd af fyr­ir­tæk­inu og búist var við.

Tækni­varpið fjallar um Snapchat og hina gríð­ar­legu sam­keppni sem fyr­ir­tækið fær frá Face­book og Instagram. Þessi fyr­ir­tæki hafa í auknum mæli verið að smíða eins tækni og Snapchat býður upp á.

Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Atli Stefán Yngva­son og Sverrir Björg­vins­son. Þeir hafa einnig verið með Sam­sung Galaxy S8 til reynslu og spjalla um álit sitt á nýjasta snjall­sím­anum í þætt­in­um.

Þá hefur raf­tækja­verð á Íslandi verið áður til umræðu í Tækni­varp­inu. Í þætt­inum velta þátta­stjórn­endur fyrir sér hver áhrif komu Costco verða á raf­tækja­mark­að­inn.

Auglýsing