Síminn er byrjaður að leigja myndlykla sem styðja útsendingar í mun hærri upplausn en áður hefur verið í boði á Íslandi. Í tilefni af þessu ákvað Tæknivarpið að fjalla sérstaklega um framtíð sjónvarpsútsendinga.
Gestir þáttarins eru Guðmundur Jóhannsson frá Símanum og Guðjón Már Guðjónsson í OZ. Þeir hafa hugsanlega samanlagt bestu innsýn allra í framtíð sjónvarpsmarkaðarins og hvaða möguleikar eru í boði.
Umsjónarmenn þáttarins eru Sverrir Björgvinsson og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.