Bandaríski tölvurisinn Apple kynnti ný tæki og tækni á árlegri tækniráðstefnu sinni á dögunum. Tæknivarpið fylgdist með ráðstefnunni og spjallar um nýjungarnar og reynir að ráða í næstu skref Apple.
Gesti þáttarins eru Hörður Ágústsson í Macland og Pétur Jónsson pródúsent Íslands. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.
Meðal þeirra nýju græja sem Apple kynnti voru nýr iMac Pro-borðtölva, MacBook-fartölvur, nýjar spjaldtölvur undir merkjum iPad, HomePod og nýjar uppfærslur á stýrikerfum Apple fyrir bæði snjalltæki og tölvur.
Hlustaðu á Tæknivarpið í hlaðvarpsappinu þínu eða í spilaranum hér að ofan.