Nýjar spjaldtölvur, borðtölvur og heimatækni frá Apple

Banda­ríski tölvuris­inn Apple kynnti ný tæki og tækni á árlegri tækni­ráð­stefnu sinni á dög­un­um. Tækni­varpið fylgd­ist með ráð­stefn­unni og spjallar um nýj­ung­arnar og reynir að ráða í næstu skref Apple.

Gesti þátt­ar­ins eru Hörður Ágústs­son í Macland og Pétur Jóns­son pródúsent Íslands. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Atli Stefán Yngva­son og Sverrir Björg­vins­son.

Meðal þeirra nýju græja sem Apple kynnti voru nýr iMac Pro-­borð­tölva, Mac­Book-far­tölv­ur, nýjar spjald­tölvur undir merkjum iPad, HomePod og nýjar upp­færslur á stýri­kerfum Apple fyrir bæði snjall­tæki og tölv­ur.

Hlust­aðu á Tækni­varpið í hlað­varpsapp­inu þínu eða í spil­ar­anum hér að ofan.

Auglýsing