Á þessum degi fyrir réttum 10 árum var fyrsti iPhone-sími bandaríska tölvufyrirtækisins Apple settur í sölu. Símans hafði þá verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því hann var kynntur í janúar þetta ár 2007.
Tæknivarpið kom saman úr sumarfríi til þess að ræða þessi tímamót, hvaða áhrif iPhone-síminn hefur haft á snjalltækjamarkaðinn og græjur nútímans. Væri samfélag manna öðruvísi ef iPhone hefði aldrei litið dagsins ljós?
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.
Gunnlaugur Reynir fjallar einnig um iPhone-byltinguna í pistli hér í Kjarnanum.