Tæknivarpið spjallar um nýjustu græjunar í þætti vikunnar og orðróma um þau tæki sem búist er við að kynnt verði í haust. Ber þar auðvitað hæst nýr iPhone-sími sem enginn veit hvað mun heita.
Apple mun kynna símann 12. september næstkomandi. Í ár eru 10 ár liðin síðan fyrirtækið kynnti fyrsta iPhone-símann og spekúlantar búast þess vegna við nýjungum í nýjasta tækinu.
Samsung Galaxy Note 8-síminn á að verða nýjasta flaggskip Samsung-símaættarinnar en sú græja verður kynnt 15. september næstkomandi. Samsung hefur lagt miklar áherslu á að rafhlaðan standist öryggiskröfur, eftir að hafa þurft að bregðast við sprengjubatteríum Galaxy Note 7-símans.
LG hefur einnig gefið út það sem hefur verið kallað „Besti LG-síminn til þessa“. Það er LG V30 sem fær slíka dóma. Tæknivarpið spjallar um þann síma auk Essential Ph1-símans sem fær skelfilega dóma.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverisson, Bjarni Ben, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.