Það kom Tæknivarpinu á óvart þegar bandaríska tæknifyrirtækið Amazon boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara og kynnti þar glænýjar græjur og hugbúnað. Echo-hátalarinn fékk uppfærslu og slatta af töff viðbótum og Alexa-hugbúnaðurinn og persónulegur ráðgjafi fékk uppfærslu. Alexa getur nú búið um sig í fleiri græjum en frá Amazon.
Umsjónarmenn Tæknivarpsins þessa vikuna eru þeir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Egill Moran Rubner Friðriksson.
Auk þess að ræða Amazon spjalla þeir um Android-símann hans Bill Gate, stofnanda Microsoft, fjarskiptastofnun Bandaríkjanna sem vill að Apple virki útvarpið í iPhone-símunum og 280 stafabil á Twitter.
Smekkfullur þáttur af nördalegu spjalli um græjur. Mmmmhmmm!