Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund og einn stofnenda þess, er gestur Tæknivarpsins í dag, þar sem sjónum er beint að hópfjármögnun. Í þættinum er farið aðeins yfir sögu Karolina Fund, sem dregur nafn sitt af kaffihúsi nokkru á Norðurlandi, auk þess sem ýmis atriði eru rædd er varða hópfjármögnun.
Farið er yfir muninn á Karolina Fund og síðna á bak við Kickstarter og Indiegogo, og af hverju verkefni ná gjarnan betri árangri á minni vefjum heldur en þessum tveimur stærstu.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson.