Í Tæknivarpinu þessa vikuna fóru þeir Gunnlaugur, Andri og Sverrir yfir tæknifréttir síðustu viku. Framleiðsla á iPhone X virðist hafa náð jafnvægi og ættu flestir að geta útvegað sér síma þessa dagana. Einnig ræddu þeir um tilraunir Google til að hreinsa Youtube af efni sem er óæskilegt börnum, nýjar Windows fartölvur með ARM örgjörva og nýju Amazon spjaldtölvuna hans Sverris.
Að lokum tóku þeir stöðuna Bitcoin og ótrúlegri aukningu á markaðsvirði gjaldmiðilsins þessa dagana. Bitcoin hækkaði um meira en $1.000 á meðan þátturinn var tekinn upp.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir, Andri Valur og Sverrir Björgvins