Í þætti vikunnar fá þeir Gunnlaugur Reynir, Sverrir Björgvins og Andri Valur hann Hjalta Harðarson í heimsókn. Hjalti er fyrrum framkvæmdastjóri Kjarnans og mikill áhugamaður um það sem mætti kalla snjallvæðingu heimilisins. Snjallvæðing nær þá til aðstoðartækja á borð við Amazon Ecco og Google Home ásamt Snjallhátölurum borð við Sonos og HomePod. Einnig ræddu þeir sjálvirknisvæðingu heimilisins, rafstýrð gluggatjöld, öryggismyndavélar og annað gagnlegt. Að lokum ræddu þeir það hversu vel það virkar að segja skilið við myndlykilinn. Er það raunhæft í dag? Hvernig er þá best að nálgast afþreyingarefni og íþróttir?
Meira handa þér frá Kjarnanum