Snjalltæki, YouTube, Netflix og snjallir hátalarar eru meðal atriða sem valda því að íslenskt ílag barna á máltökuskeiði minnkar þótt börn læri vissulega áfram íslensku vegna samskipta við foreldra og annað fólk. Þetta er málefni sem snertir flesta Íslendinga, og Tæknivarpið er þar ekki undanskilið.
Til að ræða þessi mál komu tveir góðir gestir í Tæknivarpið, Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið HÍ og Iris Edda Nowenstein, doktorsnemi í íslensku við HÍ. Þau héldu nýverið tölu á hádegisfundi Ský um nútímatækni í kennslu og stöðu tungumálsins á þessum breytingatímum.
Umsjónarmenn Tæknivarpsins þessa vikuna eru Gunnlaugur Reynis Sverrisson og Sverrir Björgvinsson