Apple Pay er loksins komið til Íslands hjá tveimur af þremur stórbönkum og 70% þjóðar getur loksins geymt veskið heima. Google hélt á dögunum I/O ráðstefnu sína og Elmar okkar „resident Google correspondent“ fer ítarlega yfir það sem var kynnt. Við kynnum okkur Which? neytendaskýrsluna um nákvæmni staðsetningar heilsuúra eins og Fitbit og Apple Watch. Og svo höldum við áfram að fjalla um Galaxy Fold klúðrið sem virðist engan enda taka.
Í þessum þætti nördast Andri Valur, Atli Stefán, Axel Paul, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.