Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar, og auðvitað er mikið að frétta af Apple sem virðist ekkert ætla að hægja á sér í C19.
Apple Music er komið til Íslands, iPad Magic lyklaborðið og iPhone SE (2) fá dóma frá kollegum okkar og við tökum púlsinn á streymiveitustríðinu.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.