Það er bara fullt að frétta í tækniheiminum, meira að segja hér á Íslandi. Nova er komið með 5G leyfi út árið 2021 og ætlar að fara að skrúfa frá hraðanum í þéttbýlum. Vodafone kemur út úr skápnum með slappa þjónustu og lofar öllu fögru með nýrri markaðsherferð sem ber titillinn „Nýtt upphaf“.
Það er sjaldséð í auglýsingabransanum að viðurkenna mistök og spennandi að sjá hvort góðvinur (mögulega fyrrum) Tæknivarpsins, markaðsstjóri Vodafone Magnús Hafliða, nái árangri með herferðinni.
iPhone SE er líka kominn í sölu og við erum farin að finna fyrir nýja genginu á Íslandi. Svo loksins eru herra Einstein.is og Simon.is komnir með draumatölvuna sína: Apple hefur kynnt nýja MacBook Pro 13 fartölvu. Þið trúið ekki hve lengi við náðum að tala um hana!
Stjórnendur í þætti 233 eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvins.