Tæknihaustið er byrjað og fyrirtækin geta ekki hætt að kynna ný tæki og þjónustu. Amazon hélt stutta 30 mínútna vélbúnaðarkynningu en náði samt einhvern megin að kynna 22 tæki. Amazon er með fullt af nýjum kúlulaga Echo snjallhátölurum og öryggisdróna sem vaktar heimilið þitt (og gæti gert gæludýrin þín geðveik).
Google kynnti tvo nýja Pixel síma, nýtt Chromecast með fjarstýringu og Google TV sem keyrir á Android TV (já, þú last rétt) og Google Nest audio snjallhátalara sem tekur við Google Home lyktareyðinum. Samsung er líka komið með aðeins ódýrari Galaxy S20 síma með flötum skjá sem er kallaður „Fan Edition“ og Atli gæti ekki verið glaðari.
Stjórnendur í þætti 249 eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. Þeir voru því miður ekki í kínversku skjölunum sem láku.