Það er mikið að frétta í vikunni en Atli fjallar um iPhone 12 mini og Watch SE með LTE-sambandi sem hann hefur verið að prófa. Axel undirbýr sig fyrir jólin, því þau koma snemma í ár þar sem Playstation 5 afhendist í vikunni. Nokkrir í hópnum náðu að forpanta og ætla að sökkva sér í spilun um helgina.
Boeing 737 Max flugvélarnar hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum (FAA) eftir 20 mánaða kyrrsetningu. Mynduð þið fljúga með 737 max strax og C19 hjaðnar?
Twitter uppfærði sig líka og býður nú upp á Fleets sem eru sjálfeyðandi tíst með 24 tíma niðurtalningu, sem mörg kalla „Twitter Stories“.
Þetta og margt margt fleira í þætti 256. Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul og Kristján Thors.