Meðal þess sem rætt er í þætti vikunnar er óvænt útspil Apple sem kynnti ný heyrnartól yfir eyrun sem kallast AirPods Max. Óhætt er að segja að meðlimir Tæknivarpsins eru misjafnlega spenntir fyrir þeim en sammála um að hönnunin er falleg. Eða kannski ekki.
Þá veltu umsjónarmenn þáttarins því fyrir sér hvernig á því stendur að nýju Macbook Air og Pro tölvurnar með M1 örgjörvanum eru enn ekki komnar í sölu á Íslandi. Allavega ekki opinberlega. Gulli ætlar að vaka fram eftir og spila Cyberpunk 2077 leikinn sem verður gefinn út kl. 00:01 þann 10. desember 2020.
Af ýmsu öðru sem var rætt má nefna að HBO Max er væntanlegt til Íslands á næsta ári, Elko seldi fleiri PS5 tölvur en þau áttu á lager og nýir lekar sterka vísbendingu um útlitið á Samsung S21, S21 Plus og S21 Ultra og reikna má með að símarnir komi jafnvel fyrr á markað en helstu spekúlantar gerðu ráð fyrir.
Umsjónarmenn þessa vikuna eru: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gunnlaugur Reynir.