Apple kynnti nýjan iPad (10), uppfærða iPad Pro (M2) og uppfært AppleTV (USB-C fjarstýring!!) með látlausri fréttatilkynningu og myndböndum. Miðeind samhæfir raddgreiningartólin sín við snjallheimilið þannig nú getur Embla slökkt ljósin. Síminn Sjónvarp býður nú upp á prófíla og vefviðmót. Gulli heldur því einnig fram að myndgæðum hafi farið fram, en það er enn óstaðfest. Vegagerðin opnaði nýjan færðarvef, en Gulli vill bara hringja í þau. Nova sendi okkur tæknimann (Aron Heiðar Steinsson) eftir vandræðalegt spjall okkar um Voice of Wifi eða þráðlaus símtöl, sem fræddi okkur um VoLTE, VoWiFi og 5G.
Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum.
Þessi þáttur er einnig í boði Origo, sem er að halda opinn fyrirlestur um netöryggi í skýjalausnum þann 26. október. Skráið ykkur hér.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir