Tæknivarpið – Break frá Fractal 5 og jólagjafir

Frac­tal 5 gaf út sitt fyrsta app á Slush nýsköp­un­ar­há­tíð­inni í vik­unni: Break. Break er sam­fé­lags­mið­ill sem ætlar að skipu­leggja tæki­fær­is­hitt­inga fyrir fólk. Macland opn­aði nýja verslun í Kringl­unni þann 3.des! Við rennum yfir jóla­bæk­ling Elko og rekum augum í fóta­nudd­tækið sem virð­ist aldrei ætla deyja.

Nýja rík­is­stjórnin ætlar að opna sína eigin streym­isveitu til að miðla íslensku efni geymt hjá Kvik­mynda­mið­stöð­inni. Er það snið­ugt eða á bara að upp­hala þessu á YouTu­be?

SpaceX er víst á leið­inni á haus­inn sam­kvæmt Elon Musk sjálf­um, nema allt starfs­fólkið vinni langar vaktir um helgar til að bjarga því. Tesla kynnir fjór­hjól fyrir börn sem heitir auð­vitað Cyberqu­ad. Með­stofn­andi og for­stjóri Twitter stígur til hliðar og hleypir nýjum að. Ætli það sé fram­tíð fyrir Twitter án Trump? Apple virð­ist hafa dregið úr fram­leiðslu á iPhone þetta árið en ekki er vitað hvort það sé vegna eft­ir­spurnar eða fram­leiðslu­getu.

Þessi þáttur er í boði Elko og Macland.

Stjórn­endur eru: Atli Stef­án, Elmar Torfa­son og Dan­íel Ing­ólfs­son.

Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022